spot_img
HomeFréttirDuke og Wisconsin mætast í úrslitum NCAA

Duke og Wisconsin mætast í úrslitum NCAA

Frank "The Tank" Kaminsky og félagar í Wisconsin háskólanum sigruðu Kentucky Wildcats, 71-64 í æsispennandi leik í undanúrslitum NCAA keppninnar. Bæði lið höfðu verið sett í efsta styrkleikaflokk fyrir keppnina. Duke sigruðu Michigan State hins vegar örugglega 61-81 og mæta því Wisconsin í úrslitunum.

 

Daginn fyrir leikinn hafði Kaminsky verið valinn leikmaður ársins af Associated Press samtökunum. Magnaður sjöfetungur sem skoraði 18,7 stig í vetur, skjótandi 41,5% frá þriggja stiga línunni og reif niður 8 fráköst í leiðinni. 

 

Frank Kaminsky skroraði 20 stig í undanúrslitaleiknum og tók 11 fráköst. Hjá Kentucky var Karl-Anthony Thowns með 16 stig og 9 fráköst.

 

Jahlil Okafor leiddi Duke í sigri liðsins á Michigan State með 18 stig, 6 fráköst, 2 stolna og 2 varin skot. Hjá Spartans var Denzel Valentine stigahæstur með 22 stig og 11 fráköst.

 

Úrslitaleikurinn milli Duke og Wisconsin verður leikinn aðra nótt kl. 1:00.

 

Myndband frá leik Wisconsin og Kentucky.
Myndband frá leik Duke og Michigan State.

Fréttir
- Auglýsing -