spot_img
HomeFréttirDúi Þór til Akureyrar

Dúi Þór til Akureyrar

Þórsarar frá Akureyri tilkynntu rétt í þessu að liðið hefði náð samningum við leikstjórnandann Dúa Þór Jónsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Samningur Dúa er til eins árs en Dúi er einn efnilegasti leikmaður landsins og kemur frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn. Árgangur hans í Stjörnunni var mjög sigursæll en þeirra helsti keppinautur var einmitt Þór frá Akureyri. Hann var með 4,7 stig og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik með Stjörnunni á nýliðinni leiktíð.

Tilkynningu Þórs Ak má finna í heild sinni hér að neðan:

Leikstjórnandinn ungi og efnilegi Dúi Þór Jónsson samdi við körfuknattleiksdeild Þórs í dag og mun hann leika með Þór á komandi tímabili. Samningurinn er til eins árs. 

Þrátt fyrir ungan aldur er Dúi reynslumikill leikmaður sem hefur bæði spilað fyrir Stjörnuna í úrvalsdeild og Álftanes í 1. deildinni. Dúi sem er 20 ára er einn sigursælasti yngriflokka leikmaður landsins en hann hefur unnið marga Íslands- og bikarmeistaratitla með Stjörnunni, nú síðast Íslandsmeistaratitil með unglingaflokki Stjörnunnar. 

Dúi var einn leikmanna undir 20 ára landsliðs Íslands sem keppti í Eistlandi í júlí og var hann í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins. 

Á síðasta tímabili skoraði Dúi 4,7 stig, gaf 2,3 stoðsendingar og tók 1,5 fráköst á rúmum 10 mínútum spiluðum.

Árið 2018 sigraði 2001 árgangur Stjörnunnar Scania Cup (óopinberir Norðurlandameistarar) og Dúi Þór var þá kjörin Scania King en árið áður vann Þór mótið og Júlíus Orri Scania King. 

Bjóðum Dúa velkomin til Þórs og vonum að á Akureyri eigi honum eftir að líða vel.

Fréttir
- Auglýsing -