spot_img
HomeFréttirDrengjaflokkur: Fjögur fræknu ? seinni leikurinn

Drengjaflokkur: Fjögur fræknu ? seinni leikurinn

8:00

{mosimage}

Í seinni leik gærkvöldsins léku KR og FSu. Þessi leikur var hraðari en sá fyrri, enda þessi lið með meiri og fleiri íþróttamenn. Auk þess finnst FSu-mönnum ekki leiðinlegt að leika hraðan bolta.

Fyrsta lotan var jöfn og í lok hennar var FSu yfir, 20-19.  Í þessari lotu fékk Pétur KR-ingur smá pláss og hann þakkaði fyrir sig með þremur þristum. Spennan hélt áfram í annarri lotunni og í hálfleik var FSu yfir 38-37. 

FSu setti niður fyrstu körfuna í seinni hálfleik, en þá kom 16-0 kafli hjá KR. Í þessari syrpu lék Páll vel fyrir KR og var með 8 stig. Áhlaup KR hélt áfram og þeir komust mest 15 stig yfir. Þá vaknaði FSu  til lífsins og náði að minnka muninn aðeins. Í lok lotunnar var staðan 64-52 fyrir KR.

{mosimage}

Lékhléið fór illa í KR, því FSu byrjaði lotuna með 10-0 áhlaupi. Þá tók Ingi þjálfari KR leikhlé og róaði sína menn niður. Eftir leikhléið kom KR með þrjú góð stig. Síðan þétti FSu vörn sína og náði að komast yfir þegar fjórar mín. voru eftir, 69-68. Þá kom 8 stiga áhlaup hjá KR. Í því áhlaupi gerðu FSu menn seka um að framkvæma skiptingu klaufalega og ágætur dómari verðlaunaði þá með tæknivillu á bekkinn. KR hélt áfram og komust 8 stigum yfir þegar 1 mín. var eftir, 79-71.

Síðustu 60 sekúndur leiksins voru skrautlegar. Á ótrúlegan hátt tókst FSu að koma sér inn í leikinn og eiga ágætt þriggja stiga skot til að jafna. Það fór ekki niður og KR var 81-78. Baldur lék frábærlega vel fyrir KR á lokakaflanum.

{mosimage}

Það var fyrst góð stjórnun af bekknum, mikil barátta KR og jöfn liðsheild sem skilaði þeim þessum sigri. KR lék 2-3 svæði nær allan leikinn og FSu náðu aldrei að komast inn í sinn sóknarham.

Örn var með 18 stig fyrir KR, Baldur með 16, Víkingur og Páll Fannar voru með 13 og Pétur var með 12. Snorri leikstjórnandi KR hitti illa en bætti það upp með góðri vörn, 12 fráköstum og aðeins 1 töpuðum bolta. Baráttujaxlinn Sigurður Ólafsson setti niður niðu 6 stig stig, lék góða vörn, tók mikilvægt frákast og fiskaði mikilvæga villu.

FSu nýtti ekki hæð sína í leiknum nægilega vel og áttu of marga þrista sem geiguðu. Auk þess gekk  þeim illa að leysa góða svæðisvörn KR. Cristopher Caird hitti mjög vel fyrir innan þirggja stiga línuna og var með 25 stig. Ari Gylfason var með 16 stig en nýtti skot sína illa. Björgvin Valentínusarson barðist vel og var með 5 stig og 11 fráköst. Daði B. Grétarsson var sprækur en réði ekki alltaf við hraða sinn og var með 7 tapaða bolta.

{mosimage}

Það verða því KR-ingar sem mæta vinum sínum í Keflavík í úrslitaleiknum á sunnudeginum í DHL-höllinni.

Eins og í fyrri leiknum þá var umgjörð leiksins til fyrirmyndar.

Myndir Unglingaráð KR

Fréttir
- Auglýsing -