spot_img
HomeFréttirDrengjaflokkur: Breiðablik og KR í úrslit

Drengjaflokkur: Breiðablik og KR í úrslit

 Það verða KR og Breiðablik sem munu etja kappi í úrslitaleik drengjaflokks á sunnudag eftir að liðin sigruðu Njarðvík og Keflavík nú undir kvöld.  KR hófu daginn á því að slá út Njarðvík 74:81 og í seinni leiknum voru það Blikar sem slógu út Keflavík 85:78 en leikið var í Ljónagryfjunni. 
 Fyrir leikina voru það Reykjanesbæjar liðin sem voru sigurstranglegri en þau höfðu einmitt unnið sína riðla. Njarðvík hafði undirtökin framan af leiknum gegn KR en með gríðarlegri baráttu og fáránlega góðri hittni úr erfiðum skotum frá Martin Hermannssyni þá komust KR yfir undir lok leiks og kláruðu með sigri.  Sem fyrr segir var það Martin Hermannsson sem var allra besti leikmaður vallarins með 32 stig og sendi 8 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var það Maciej Baginski sem setti tröllatvennu í 24 stigum og 15 fráköst en það dugði ekki. 
 
Leikurinn milli Keflavík og Breiðablik var nánast eins þar sem að Keflavík voru komnir í 18 stiga forystu í fyrri hálfleik. En það voru Blikar sem hægt og bítandi söxuðu forskotið niður í þriðja leikhluta sem þeir sigruðu 30:14 og sem fyrr segir voru sterkari á lokasprettinum á meðan Keflvíkingar voru afar fyrirséðir í sóknarleik sínum.   Snorri Hrafnkelsson var stigahæstur Blika með 29 stig og tók 11 fráköst, flottur efniviður þar á ferð og næstur honum kom Ágúst Orrason með 24 stig.  Hjá Keflavík var Valur Orri Valsson allt í öllu en pilturinn setti niður 44 stig. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -