spot_img
HomeFréttirDrengirnir létu í minni pokann fyrir sterku liði Danmerkur

Drengirnir létu í minni pokann fyrir sterku liði Danmerkur

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í kvöld fyrir Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 58-81. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað tveimur til þessa, en síðasti leikur þeirra er gegn Svíþjóð í fyrramálið.

Gangur leiks

Danir mættu sterkir til leiks og náðu að byggja sér upp þægilega 14 stiga forystu strax í fyrsta leikhlutanum, 11-25. Áfram hélt það svo út hálfleikinn, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 26-47 fyrir Danmörk.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná íslensku strákarnir að spyrna sér frá borninum og halda Dönum í seilingarfjarlægð í lok þriðja leikhlutans, 41-56. Fjórði leikhlutinn var svo aftur eign Danmerkur, setja fótinn aftur á bensíngjöfina og sigla mjög svo öruggum 23 stiga sigur í höfn, 58-81.

Kjarninn

Íslensku strákarnir byrjuðu þennan leik agalega, náðu hreinlega ekki að stemma stigum við hörku og ákefð Dana í fyrri hálfleiknum. Í upphafi þess seinni var allt annað uppi á teningnum. Hægt og rólega náðu þeir að minnka muninn og hefðu líklega, á góðum degi, farið alla leið með það. Sóknarfráköst, annarrar tilraunar stig og ferðir á vítalínuna léku okkar menn grátt í dag.

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland tekur aðeins 44 fráköst í þessum leik á móti 62 hjá Danmörku. Alltof mikið af þeim voru sóknarfráköst, sem Ísland tapar 14-26 og af þeim skora Danir 23 stig á móti aðeins 7 skoruðum annars tækifæris stigum Íslands.

Atkvæðamestir

Orri Gunnarsson var bestur í liði Íslands í dag. Skilaði 18 stigum og var með fína nýtingu, 4 af 6 í þriggja stiga og 2-2 af gjafalínunni. Þá bætti Almar Orri Atlason við 7 stigum og 9 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -