spot_img
HomeFréttirDrengirnir kjöldrógu Danmörk

Drengirnir kjöldrógu Danmörk

 

Undir 16 ára drengjalið Íslands sigraði Danmörku með 34 stigum, 90-56, fyrr í kvöld á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Liðið því sigrað síðustu þrjá leiki, en á fyrsta degi töpuðu þeir fyrir Finnlandi. Þeir munu því á morgun leika úrslitaleik um annað sætið á mótinu gegn Eistlandi.

 

Gangur leiks

Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í dag. Íslensku strákarnir mættu einstaklega einbeittir til leik, hefja hann á 15-0 áhlupi. Danir komast þó aftur inn í leikinn undir lok fyrsta hlutans, sem endar þó 22-18 Íslandi í vil.

 

Undir lok fyrri hálfleiksins, ganga danir enn frekar á lagið, jafna leikinn í 22-22 og eru komnir með 5 stiga forystu þegar annar hlutinn er um það bil hálfnaður. Þá setja íslensku strákarnir ftur í fluggírinn og enda þennan fyrri hálfleik með glans, 40-31.

 

Ísland gerði svo algjörlega út um vonir dana á fyrstu mínútum seinni hálfleiksins. Byrja hann á 21-4 kafla og eru komnir með 26 stiga forystu, 61-35 um miðjan þriðja leikhlutann. Þessu fylgja þeir svo eftir og eru með 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann 70-45.

 

Fjórði leikhluti þessa leiks aldrei neitt sérstaklega spennandi. Útkoma leiksins fyrir löngu ákveðin. Íslensku drengirnir slökuðu þó ekkert á og gaman var að fylgjast með hversu ákafir þeir voru þrátt fyrir að vera komnir yfir 30 stigum yfir. Þetta kórónaði þjálfari þeirra, Viðar Örn Hafsteinsson, með því að fá dæmda á sig tæknivillu fyrir kjaftbrúk í leikhlutanum þegar liðið leiddi með 33 stigum. 

 

Fór svo að lokum að íslenska liðið sigldi í höfn góðum 34 stiga sigri, 90-56.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Íslenska liðið gaf 20 stoðsendingar í leik kvöldsins á móti aðeins 10 hjá Danmörku.

 

Kjarninn

Flottur sigur hjá íslenska liðinu. Sem getur nú nagað sig duglega í handarbakið fyrir tapið gegn Finnlandi á fyrsta degi. Því ef ekki væri fyrir það. Væru þeir að fara að leika til úrslita á morgun. Engu að síður flott og vel gert hjá þeim að vera búnir að sigra þessa þrjá síðustu leiki. 

 

Hetjan

Júlíus Orri Ágústsson var besti maður vallarins í dag. Skoraði 27 stig, tók 4 fráköst og stal 9 boltum á þeim 26 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -