spot_img
HomeFréttirDrengirnir fengu skell gegn heimamönnum í Finnlandi

Drengirnir fengu skell gegn heimamönnum í Finnlandi

Undir 18 ára drengjalið Íslands tapaði í dag fyrir heimamönnum í Finnlandi á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Liðið því komið með einn sigur og eitt tap það sem af er móti.

Gangur leiks

Liðin skiptust á áhlaupum í upphafi leiks, en aðeins stigi munaði á þeim eftir fyrsta leikhluta, 21-22. Ísland byrjar annan leikhlutann svo agalega, fá á sig 14 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans áður en þeir sjálfir ná að setja stig á töfluna. Undir lok fyrri hálfleiksins virðast þeir þó ná áttum aftur, en eru samt sem áður 14 stigum undir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 37-51.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Finnland svo öðru góðu áhlaupi og enn frekar að byggja á forystu sína. Eru 19 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-75. Í lokaleikhlutanum láta þeir svo kné fylgja kviði, vinna fjórða með 13 og leikinn að lokum með 32 stigum, 76-108.

Kjarninn

Þrátt fyrir ágætis byrjun áttu íslensku drengirnir nokkuð í land í dag. Virtust vera með fá svör við pressuvörn og hraðaupphlaupum Finnlands. Voru einnig í gríðarlegum vandræðum að frákasta boltann og gáfu alltof mörg annarar tilraunar stig. Upp og áfram samt, einn sigur og eitt tap komið það sem af er móti, en næst mæta þeir Danmörku á fimmtudaginn.

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland fær á sig 49 stig úr hraðaupphlaupum úr leiknum á meðan að Finnland leyfir aðeins 5 stig úr hraðaupphlaupum.

Atkvæðamestir

Almar Orri Atlason var bestur í liði Íslands í dag, skilaði 17 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum 29 mínútum spiluðum. Þá voru Orri Gunnarsson og Ágúst Goði Kjartansson hvor um sig með 11 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -