spot_img
HomeFréttirDrekinn spúði eldi yfir Celtics á lokamínútunum

Drekinn spúði eldi yfir Celtics á lokamínútunum

Miami Heat sigruðu Boston Celtics 106-101 í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar. Eftir leikinn eru Heat því komnir með 2-0 forystu í einvíginu og þurfa aðeins tvo sigurleiki til viðbótar til þess að vinna Austurströndina og mæta annað hvort Los Angeles Lakers eða Denver Nuggets í einvígi um meistaratitil NBA deildarinnar.

Leikur næturinnar var nokkuð kaflaskiptur, þar sem að liðin skiptust á forystunni í 18 skipti og var frekar útlit fyrir að Celtics væru með tak á leiknum en Heat á löngum köflum, þar sem að forysta þeirra fór mest í 17 stig rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Undir lokin var lið Heat þó sterkara og sigraði leikinn að lokum með 5 stigum, 106-101, mikið til vegna framgöngu hins slóvenska Goran Dragic á lokamínútunum.

Atkvæðamestur fyrir Heat í leiknum var Goran Dragic með 25 stig og 5 stoðsendingar. Fyrir Celtics var það Kemba Walker sem dróg vagninn með 23 stigum og 7 fráköstum.

Það helsta úr leik Heat og Celtics:

Fréttir
- Auglýsing -