spot_img
HomeFréttirDregið í lokakeppni EuroBasket 2017 þann 22. nóvember

Dregið í lokakeppni EuroBasket 2017 þann 22. nóvember

Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni EuroBasket 2017 þann 22. nóvember næstkomandi. Skömmu eftir að sjálfri forkeppninni lýkur. Drátturinn fer fram í Tyrklandi.

Lokakeppnin mun fara fram í Rúmeníu, Finnlandi, Istanbúl og Ísrael dagana 31. ágúst – 17. september 2017. Alls 24 lið verða í þessum fjórum riðlum og mun mótinu ljúka í Tyrklandi þar sem leikið verður til úrslita að lokinni riðlakeppni.

Í yfirlýsingu frá FIBA segir að þrátt fyrir þá ólgu sem varað hefur í Tyrklandi hafi FIBA fulla trú á að Tyrkir séu færir um að halda mótið með miklum sóma enda gríðarleg hefð og reynsla sem búi þar að baki.

Forkeppnin hefst hjá íslenska landsliðinu þann 31. ágúst næstkomandi þegar Sviss mætir í heimsókn í Laugardalshöll.

Mynd/ Tomasz Kolodziejski

Fréttir
- Auglýsing -