spot_img
HomeFréttirDregið fyrir EM í dag

Dregið fyrir EM í dag

Í hádeginu á eftir verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfuknattleik 2015. Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki í drættinum og getur ekki mætt eftirtöldum þjóðum fyrir vikið: Búlgaría, Hvíta-Rússland, Sviss, Austurríki, Portúgal og Slóvakíka.
 
 
Í fyrsta styrkleikaflokki eru Ítalía, Lettland, Belgía, Bosnía, Þýskaland,
Svartfjallaland og Tékkland.
 
Í öðrum styrkleikaflokki eru Bretland, Makedónía, Ísrael, Rússland, Georgía,
Svíþjóð og Pólland.
 
Í þeim fjórða og neðsta eru Danmörk, Ungverjaland, Rúmenía, Holland og
Lúxemborg.
 
Það er því ljóst að við munum fá eitt lið úr hvorum styrkleikaflokki og hugsanlega eitt af því úr fjórða.
 
Það er því ljóst að stórar körfuboltaþjóðir eru á leiðinni til Íslands í ágúst. Sigurvegarar riðlanna 7 ásamt 6 liðum með bestan árangur í öðru sæti komast svo í lokakeppnina í Úkraínu 2015.
 
Drátturinn fer fram í dag kl 12.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á netinu en Hannes S. Jónsson formaður KKÍ verður viðstaddur dráttinn.
  
Mynd úr safni/ Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Ísrael.
Fréttir
- Auglýsing -