spot_img
HomeFréttirDregið á morgun: Kvennaliðin í skálinni

Dregið á morgun: Kvennaliðin í skálinni

Á morgun verður dregið í undanúrslit í Poweradebikarkeppni karla og kvenna. Karfan.is fékk nokkra aðila til að tippa á hvernig drátturinn yrði á morgun í undanúrslitum kvenna en þar verða Keflavík, Haukar, KR og Snæfell í pottinum.
 
 
Emil Örn Sigurðarson, aðstoðarþjálfari Hauka
Ég vil sjá Hauka fá heimaleik gegn Keflavík. Held að það yrði mjög skemmtilegt, annað hvort koma Keflavíkurstúlkur skjalfandi inn á Ásvelli og skít tapa eða þá að þær rífi upp sinn leik gegn Haukum og þetta fer í hörku leik. Hitt einvígið verður KR-Snæfell klárt mál. Haukar og Snæfell fara svo í úrslit.
 
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Miskolc
Snæfell-KR
Haukar-Keflavík
 
Kjartan Atli Kjartansson, blaðamaður á Fréttablaðinu og Vísir.is
Rauðir heimaleikir: Snæfell fær KR í heimsókn og Haukar fá Keflavík.
Ég held að það sé minnsta mögulega samfellda ferðalagið, ef þessi félög mætast. Allavega með því minnsta. Ég vona að fólk þurfi að ferðast sem minnst í þessu færi, og hlífa líka vegakerfinu og minnka bensínnotkun. Allt telur, þegar þjóðarbúið er svona illa statt.
 
Anna María Sveinsdóttir, starfsmaður TM
Keflavík-Snæfell
KR-Haukar
 
Heiðrún Kristmundsdóttir, leikmaður Coker háskólans
Keflavík-Haukar
KR-Snæfell
Keflavík fær Hauka í heimsókn og KR fær Snæfell og Hildi heim. Bikarinn er svo skemmtilegur og þess vegna fer Keflavík-Haukar í framlengingu þar sem Keflavík tekur þetta á heimavellinum með 3. Hildi og Gróu mun hinsvegar líða vel að spila aftur í DHL en KR dömur eiga svo mikið inni og þær sýna hvað þær geta í þessum leik. Aftur á móti er Snæfell á svo mikilli siglingu að ég held þær taki þennan leik með 9, en ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mer hérna.
 
Hörður D. Tulinius, ritstjóri á Ruslinu
KR-Keflavík
Snæfell-Haukar
  
Mynd/ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ með bikarskálina margfrægu.
Fréttir
- Auglýsing -