Leikmaður Golden State Warriors, Draymond Green, verður hugsanlega í banni í 5. leik úrslitaeinvígis liðsins gegn Cleveland Cavaliers. Þegar rétt tæpar 3 mínútur (í stöðunni 96-86) voru eftir af síðasta leik liðanna lenti honum og Lebron James saman með þeim málalyktum að báðir fengu dæmda á sig villu. Sé myndbandið hinsvegar skoðað betur, sést Green (umdeilanlega) slá til klofsins á James. Dómaranefnd NBA deildarinnar mun nú fara yfir málið og er niðurstöðu að vænta á næsta sólahringnum. Mun þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem Green er sakaður um að fara á eftir djásnum leikmanns hins liðsins, en hann var vændur um að sparka á sama stað til Steven Adams í leik í undanúrslitaeinvígi Warriors gegn Thunder.
Ef svo er metið að þessi villa hafi verið óíþróttamannsleg, þá verður Green ekki með í leik 5. Einfaldlega vegna þess að hann er aðeins einni slíkri villu frá því að fylla kvótann sinn og fara í sjálfgefið eins leiks bann.
Af myndbandinu sjálfu er nú ekki mikið að sjá að Green sé að reyna að slá til hans, eða hvað? Dæmi nú hver fyrir sig.
Draymond Green gives cheap shot to LeBron James.https://t.co/EvgfekPIFs
— ?arcusD (@_MarcusD_) June 11, 2016



