Nú er það ljóst að leikmaður Golden State Warriors, Draymond Green, verður í banni í 5. leik úrslitaeinvígis liðsins gegn Cleveland Cavaliers. Bannið sem hann tekur út er eins leiks og kom það sjálfkrafa (sökum uppsafnaðra brota) eftir að dómaranefnd NBA deildarinnar mat það svo að hann hefði brotið af sér á óíþróttamannslegan hátt í 4. leik liðanna. Warriors leiða einvígið 3-1 og fyrir þetta virtist það aðeins vera formsatriði fyrir þá að klára dæmið. Það er þá spurning hvað þetta gerir við seríuna.