Yao Ming hefur nú komist í einkakennslu hjá "Draumnum" Hakkem Olajuwon. Ákveðið hafði verið fyrir löngu að koma Kínverjanum háa í kennslu hjá Olajuwon en alltaf höfðu aðrar skildur Kínverjans komið í veg fyrir það. En nú í sumar hafa stundaskrár þeirra kappa verið samræmdar. Yao segist læra helling af Olajuwon og það fyrsta sem á að læra er einfaldlega hugarástandið. "Ég er að læra það einfaldlega nú til að byrja með að vera nægilega ákveðinn í mínum aðgerðum. Þetta snýst mikið um hugarástand og að vera bara ákveðinn í aðgerðum segir hann (Olajuwon) mér" var haft eftir Yao eftir fyrstu æfingu þeirra kappa saman.
"Það er ótrúlegt hvað hann er hreyfanlegur miðað við stærð. Hann er mjög klár og skilur "leikinn" mjög vel. Hann vil aðeins læra að gera hlutina sem hann nú þegar kann enn betur og í kjölfarið verður hann óstöðvandi. Ef hann nær því að verða ákveðnari og nær meiri stöðuleika á leik sínum þá á hann eftir að verða andstæðingi sínum ógnvekjandi" sagði Hakeem eftir æfinguna.
Einnig talaði Yao um sumar fótahreyfingar Hakeems sem hann langar til að læra "Þetta lítur kannski einfaldlega út í sjónvarpi en þegar maður gerir þetta sjálfur er þetta allt öðruvísi. Ég þarf að gera þetta ca 100 sinnum á dag til að læra þetta. Vonandi get ég notað eitthvað af þessu á næsta tímabili" sagði Yao að lokum.



