spot_img
HomeFréttirDraumaúrslit

Draumaúrslit

10:30

{mosimage}
(Leikmenn Boston með Austurdeildarverðlaun sín. Það er alltaf jafn asnalegt að sjá eigendur lyfta bikarnum í stað leikmanna)

Það verða Boston og L.A. Lakers sem mætast í úrslitum NBA-deildarinnar. Boston vann sjötta leikinn í nótt gegn Detroit og eru því komnir áfram í úrslit. Eru þetta sannkölluð draumaúrslit fyrir aðdáendur NBA-deildarinnar en þessi tvö félög eru sigursælustu félög NBA frá upphafi. Boston með 16 titla og Lakers með 14.

Leikmenn Boston voru sterkari framan af og voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum. Þrátt fyrir það var munurinn aldrei mikill og í hálfleik var Boston með aðeins þremur stigum 37-40.

Í seinni hálfleik náði Detroit að jafna og komast yfir og voru þeir mest átta stigum yfir 68-60. En þá kom frábær sprettur hjá Boston og skoruðu þeir æstu 24 stig gegn aðeins 6 og náðu fínu forskoti á ný.

Höfðu þeir að lokum sigur en Detroit reyndi að gera allt til að landa sigri en aðgerðir þeirra dugðu ekki.

Þar með eru Boston komnir í úrslit NBA-deildarinnar og mæta L.A. Lakers. Fyrsti leikur er á fimmtudag kl. 00:30.

Stigahæstur hjá Boston var Paul Pierce með 27 stig en hann átti skínandi leik ásamt Kevin Garnett sem fór á kostum í seinni hálfleik en þá skoraði hann 12 af 16 stigum sínum og nýtti í þeim seinni 5 af 6 skotum sínum.

Hjá Detroit var Chauncey Billups lang besti maður liðsins og jafnframt sá stigahæsti en hann skoraði 29 stig. Var hann á löngum köflum eini leikmaðurinn sem lét til sín taka en liðið saknaði sárlega Rasheed Wallace í leiknum sem átti erfitt uppdráttar.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -