spot_img
HomeFréttirDrangsmenn með góðgerðaleik

Drangsmenn með góðgerðaleik

11:08
{mosimage}

Laugardaginn 27. desember komu nokkrir leikmenn Drangs í Vík í Mýrdal saman og spiluðu körfuboltaleik. Tilefnið var að safna peningum fyrir Jón Þór Gunnarsson frá Vík, en hann glímir nú við erfið veikindi. Leikfyrirkomulagið var ungir á móti gömlum og léttleikinn í fyrirrúmi. 30 ára og eldri voru seinir í gang og ungir leiddu allan fyrri hálfleikinn. Gamlir hrukku loksins í gírinn í fjórða leikhluta og með dyggum stuðningi áhorfenda, ásamt smá aðstoð frá dómara og stigavörðum, lönduðu þeir sigri 88-77.

Íbúar í Vík kunnu vel að meta framtakið og fjölmenntu á leikinn og skapaðist mjög góð stemmning í húsinu. Alls söfnuðust 180 þúsund krónur og tók Jón Þór við þeim í lok leiks. Hann ákvað á láta féð renna til Ljóssins sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.

Myndir: Jónas Erlendsson – [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -