21:28
{mosimage}
(Kristinn Jónasson í leiknum í kvöld. Hann tryggði Haukum sigur)
Það var sannarlega drama í 1. deild karla í kvöld. Toppleikirnir tveir voru framlengdir og unnust báðir í blálokin. Á Ísafirði leiddu Þórsarar lengstum en KFÍ menn skoruðu síðustu 7 stigin í venjulegum leiktíma og tryggðu sér framlengingu sem leik 84-86. Á Ásvöllum unnu Haukar Fjölni 77-75 eftir framlengingu þar sem Fjölnismenn klúðruðu þremur vítum undir lok venjulegs leiktíma en Kristinn Jónasson skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Á Flúðum sigraði Hamar heimamenn 65-94 og á Egilsstöðum vann Valur Hött 90-97.



