spot_img
HomeFréttirDramatískt þegar Kansas sló út Ohio

Dramatískt þegar Kansas sló út Ohio

Í hinum undanúrslitaleiknum í nótt voru það Kansas Jayhawks sem tryggðu sig í úrslitaleikinn á mánudag gegn Kentucky með sigri í háspennuleik gegn Ohio State.  Allt leit út fyrir að Ohio ætlaði að fara með sigur þangað til á síðustu metrunum að Kansas seig framúr en lokasekúndur leiksins voru frábærar þar sem Ohio voru hársbreidd frá því að tryggja sér framlengingu.
 Sem fyrr segir voru það Ohio State sem voru fyrir leik taldir sigurstranglegri í bílstjórasætinu og leiddu með þetta 3 til 5 stigum.  Svo sem engin einn leikmaður var að skara framúr en helsta stjarna þeirra, Jared Sullinger var langt frá sínu besta þetta kvöldið og skoraði aðeins 13 stig. 
 
"Við missum okkar takt seint í leiknum og náum honum ekki tilbaka. Auðveld skot voru ekki að detta niður hjá okkur og í endan á leiknum var þetta spurning um að vera í jafnvægi með leiknum og því náðum við ekki." sagði Thad Matta þjálfari Ohio eftir leik. 
 
Thomas Robinson helsta stjarna Kansas liðsins átti ágætis leik með 19 stig og 8 fráköst en svo til afleidda skotnýtingu. En þetta dugði til hjá þessum ágæta pilt og var hann nokkuð sáttur með leikinn. "Ohio er sterkt lið og þetta er mikill sigur hjá okkur. Við erum búnir að ganga í gegnum margt strákarnir í liðinu og þegar á móti blæs þá erum við sterkir og ég er í raun varla búin að átta mig á því að ég er að fara að spila úrslitaleikinn."  sagði Robinson við fjölmiðla vestra hafs í nótt.
 
MYND: NCAA   Jared Sullinger niðurlútur eftir leikinn í gær er á öðru ári í Ohio State og jafnvel búist við því að hann reyni fyrir sér í NBA á þessu ári. 
Fréttir
- Auglýsing -