spot_img
HomeFréttirDramatíkin réð ríkjum í sigri Íslands

Dramatíkin réð ríkjum í sigri Íslands

Undir 16 ára lið drengja sigraði Danmörku með einu stigi 82-83, í fjórða leik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Sigurinn sá þriðji hjá liðinu, sem er sem stendur í 2.-3. sæti mótsins ásamt Danmörku. Liðið leikur sinn síðasta leik á mótinu á morgun gegn Noregi.

 

Gangur leiksins:

 

Ísland fór frábærlega af stað og gáfu tóninn strax með baráttu sinni og varnarleik. Liðið var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með þrettán stiga forystu í hálfleikinn 35-48.

 

Íslenska liðið átti frábæran þriðja leikhluti og hefðu með réttu átt að vera löngu búnir að ganga frá leiknum. Danirnir komust aftur inní leikinn með flottum fjórða leikhluta og varð lokamínútan æsispennandi. Danir fengu tækifæri til að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar örlítið var eftir með tveimur vítum. Danski leikmaðurinn klikkaði úr báðum vítunum og Íslenskur sigur staðreynd.

 

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Danirnir fóru 45 sinnum á vítalínuna gegn 25 sinnum hjá Íslandi. Íslendingar fengu 30 villur í leiknum frá afleitum dómurum leiksins. Íslenska liðið var langfrá því að vera grófara liðið á vellinum og ef væri ekki fyrir þessa skekkju í dómgæslu hefði þessi leikur verið löngu búinn. Stærsti munurnn er einnig að Ísland fékk 32 stig af bekknum en Danir einungis 15.

 

Hetjan:

 

Enn og aftur eru margir leikmenn sem leggja eitthvað til liðsins svo erfitt er að draga einhvern út. Benóný Sigurðsson endaði með góða tvöfalda tvennu 14 stig og 10 fráköst. Þá var Ástþór Svalason sterkur með 17 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -