spot_img
HomeFréttirDramatík þegar Real tók Konungsbikarinn

Dramatík þegar Real tók Konungsbikarinn

Í kvöld var leikið til úrslita um Konungsbikarinn á Spáni. Vitaskuld mættust þar risarnir Real Madrid og Barcelona þar sem Madrídingar höfðu sigur í hádramatískum leik. Lokamínúta leiksins var rosaleg þar sem Sergio Llull lokaði leiknum og tryggði Real Madrid 76-77 sigur.
 
 
Þegar mínúta var eftir af leiknum leiddi Real Madrid 68-75 en Börsungar voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna metin 75-75 þegar átta sekúndur lifðu leiks. Sergio Rodriguez brunaði þá upp völlinn, dró að sér hjálparvörn og fann svo Llull óvaldaðan sem hleypti af og niður vildi hann og 0,1 sek eftir á klukkunni og allt vitlaust. Þvílík dramatík á Spáni – lokamínútuna má sjá hér að neðan.
 
 
Nikola Mirotic var svo valinn besti leikmaður Konungsbikarsins en hann var með 17 stig og 11 fráköst í sigrinum á Barcelona í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -