Síðastliðinn miðvikudag voru 20 ár liðin frá því KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla 1990 með því að leggja Keflavík að velli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Að því tilefni er Dr. Laszlo Nemeth kominn til landsins og verður meistaraliðið 1990 sérstakir heiðursgestir á leik KR og Snæfells á morgun í Iceland Express deild karla.
Laszlo þjálfaði meistaraflokk karla 1988-1990 og gerði KR-inga að Íslandsmeisturum eins og áður sagði árið 1990. Hann kom svo aftur keppnistímabilið 1993-1994.



