spot_img
HomeFréttirDonnie Walsh: Engin óvirðing

Donnie Walsh: Engin óvirðing

11:00

{mosimage}

,,Þetta var ekki merki um óvirðingu,” sagði Donnie Walsh, forseti New York Knicks, um þá ákvörðun félagsins að ræða ekki við Patrick Ewing um þjálfarastöðu félagsins sem var laus eftir að Isiah Thomas var fluttur til í starfi. Walsh sagði að félagið hafi ekki viljað ræða við menn sem voru enn í keppni en á þessum tíma var Orlando, þar sem Ewing er aðstoðarþjálfari, enn í keppni.

Walsh sagði að félagið hafi gert lista og einbeitt sér að honum. Þegar nöfn Mike D´Antoni og Avery Johnson hafi komið til tals hafi öll önnur nöfn dottið út af listanum. ,,Við vorum með aðallista og svo vorum við með annan lista. En við einbeittum okkur að aðallistanum en Ewing er einhver sem hefði getað verið á seinni listanum og við hefðum mjög líklega rætt við hann á einhverjum tímapunkti,” sagði Donnie Walsh en Ewing var mjög ósáttur að ekki hafi verið rætt við hann um starfið.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -