spot_img
HomeFréttirDomino´s opnar ekki á Egilsstöðum strax

Domino´s opnar ekki á Egilsstöðum strax

Hattarmenn mættu í Hveragerði með Domino´s bragð í munninum. Með sigri myndi Höttur tryggja fyrsta sætið og þar með sæti í Domino´s-deild karla. Leikurinn var hnífjafn og mikilspenna í leiknum í byrjun. 
 
Gestirnir leiddu 22-25 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti bauð síðan uppá taumlausa skemmtun í báðar áttir, fyrst náði Höttur 7 stiga forskoti 34-41, en Hamarsmenn tóku áhlaup 24-6 og staðan 58-47 í hálfleik.
 
Höttur byrjaði af krafti í seinni og saxaði á forystu Hamars, en þó hægt þar sem öll skot duttu báðu megin. Staðan 88-83 eftir 3.leikhluta. Í fjórða leikhluta kviknaði svo endanlega í netinu, Hamarsmenn enduðu á að setja niður 13 þrista í 23 tilraunum, en Höttur 13 af 25. Höttur minnkaði muninn minnst niður í 4 stig 99-95 en þá sögðu heimamenn stopp og halda spennu í deildinni.
 
Hamarsmenn klífa aftur upp í annað sætið og trúa stöðugt á fyrsta sætið enn. Atkvæðamestir voru hjá heimamönnum Julian með 33 stig, 13 fráköst, og 5 stoðsendingar, Þorsteinn setti 23 stig, 13 fráköst, Snorri sallaði niður 20 og Örn 19. Hjá Hetti var Tobin með 40 stig og 10 fráköst og Viðar 21 stig 
 
 
Umfjöllun/ ÍÖG
 
Fréttir
- Auglýsing -