Stjörnuleikshátíð KKÍ stendur nú yfir í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og áðan lauk viðureign Domino´s liðsins gegn Icelandair liðinu í kvennaleiknum þar sem Domino´s liðið fór með 86-85 sigur af hólmi. Snæfellsmærin Chynna Unique Brown sem varð sigurvegari í þriggja stiga keppninni var einnig valin besti maður leiksins með 23 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.
Gleðin var að sjálfsögðu við völd í leiknum en Domino´s liðið var ávalt skrefinu á undan, leiddi 28-23 eftir fyrsta leikhluta og 50-48 í hálfleik. Að loknum þriðja leikhluta var staðan 63-61 fyrir Domino´s dömurnar hans Inga Þórs og lokatölur reyndust 86-85 þar sem þristur til að jafna metin vildi ekki niður hjá Icelandair liðinu.
Chynna Brown var eins og áður greinir valin besti maður leiksins en hún gerði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Domino´s liðið og Hildur Björg Kjartansdóttir bætti við 14 stigum og 8 fráköstum. Í liði Icelandair var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir atkvæðamest með 16 stig.
Myndir/ [email protected]

Chynna Brown, MVP Stjörnuleiksins 2014

Icelandair liðið



