spot_img
HomeFréttirDominos Körfuboltakvöld vinnur Edduverðlaunin 2020

Dominos Körfuboltakvöld vinnur Edduverðlaunin 2020

Dominos Körfuboltakvöld fær verðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins á Edduverðlaununum 2020, en það eru íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin. Staðfestir upphaflegur framleiðandi þáttanna, Garðar Örn Arnarson þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Flokkurinn sjónvarpsefni ársins nokkuð stór, en með verðlaununum vann Körfuboltakvöld 27 aðra þætti sem tilnefndir höfðu verið.

Karfan vill nota tækifærið og óska Körfuboltakvöldi og öllum þeim sem koma að framleiðslunni hugheilum hamingjuóskum með Edduna, hún er svo sannarlega verðskulduð.

We did it

Sjónvarpsefni ársins á Eddunni!
Domino’s Körfuboltakvöld

Hver hefði trúað því að sex ára vegferð okkar…

Posted by Garðar Örn Arnarson on Þriðjudagur, 6. október 2020

 

Fréttir
- Auglýsing -