Dominos deildir karla og kvenna hefjast ekki fyrr en 5. og 6. október næstkomandi. Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að vera spenntur það sem eftir lifir af sumrinu, kannski sérstaklega í ljósi þess byssuhvells sem mótið mun fara af stað með þetta árið. Karlamegin mun deildin fara af stað með einni sögufrægustu viðureign deildarinnar þegar Njarðvík tekur á móti grönnum sínum úr Keflavík, sem og mætast tvö af bestu liðum deildarinnar síðustu 2 ár KR og Tindastóll. Kvennamegin munu Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, leika gegn grönnum sínum, nýliðum Skallagríms.
Hérna er meira um fyrstu umferðina