spot_img
HomeFréttirDominos deildin rúllar af stað eftir bikarpásu

Dominos deildin rúllar af stað eftir bikarpásu

Dominos deild kvenna fer aftur af stað í kvöld eftir örlítið hlé vegna úrslitaleikja bikarkeppninnar um síðustu helgi. Fjögur lið fengu algjöra pásu á meðan Skallagrímur, Snæfell, Haukar og bikarmeistarar Keflavíkur léku til undanúrslita í Maltbikarnum.

 

Stórleikur umferðarinnar er þegar nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur mæta íslandsmeisturum Snæfells. Snæfell hefur unnið báða leiki þessara liða í deildinni og eina liðið sem Keflavík hefur ekki unnið í vetur. Snæfell vill sjálfsagt koma til baka eftir tapið í undanúrslitum bikarkeppninnar síðasta miðvikudag og fróðlegt verður að sjá hvernig Keflavík mætir til leiks eftir verðskuldaða velgengni síðustu helgar. 

 

Skallagrímur sem hefur unnið níu leiki í röð í deildinni fær Val í heimsókn en valsarar hafa verið að ná meiri takti í sínum leik að undanförnu. Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn en Grindavík situr enn á botni deildarinnar en Stjarnan í fjórða sæti. 

 

Haukar sem unnu bikarmeistaratitil í unglingaflokki mæta svo Carmen Tyson-Thomas og Njarðvík sem var ekki að ganga vel síðustu vikur fyrir bikarleikjapásuna. 

 

 

 

Leikir dagsins

 

Grindavik-Stjarnan kl 19:15

Keflavik-Snæfell kl 19:15 (í beinni á Stöð 2 Sport) 

Skallagrimur-Valur kl 19.15 

Haukar-Njarðvík kl 19:15 (í beinni á Haukar Tv)

Fréttir
- Auglýsing -