spot_img
HomeFréttirDominos deildin kveður að þessu tímabili loknu - Nýtt nafn á efstu...

Dominos deildin kveður að þessu tímabili loknu – Nýtt nafn á efstu deildum á því næsta

Dominos mun samkvæmt heimildum Körfunnar ekki halda áfram sem aðalstyrktaraðili efstu deilda á Íslandi á næsta tímabili. Dominos hefur að sjálfsögðu verið dyggur stuðningsaðili ekki aðeins efstu deilda, heldur allrar körfuknattleikshreyfingarinnar síðastliðin 10 ár, en nafn Dominos deildanna hefur verið síðastliðin 9 tímabil.

Samkvæmt heimildum Körfunnar munu nýjir eigendur taka við fyrirtækinu þann 1. júní (á morgun) og hafa þeir ekki í hyggju að halda áfram að hafa nafn sitt á efstu deildum og því muni leit vera hafin af nýjum samstarfsaðila sem taka mun við því fyrir næsta tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -