spot_img
HomeFréttirDominos deild kvenna - tölfræðisamantekt

Dominos deild kvenna – tölfræðisamantekt

Eftir sjö umferðir er fjórðungi lokið af Dominosdeild kvenna og vert að kíkja á stöðu mála í tölfræðinni. Hvaða lið eru skilvirkust í vörn og sókn og hvaða leikmenn eru að standa sig best. Liðin eru metin út frá Four Factors aðferð sem telur með skotnýtingu, tapaða bolta, sóknarfráköst og vítaskot í hlutfalli við skot utan að velli. Leikmenn eru metnir út frá hinum ýmsu tölfræðiþáttum en raðað upp eftir PER gildi.
 
Keflavík er besta lið deildarinnar eftir 7 umferðir, út frá þessum mælikvörðum.  Munurinn er hins vegar ekki mikill á milli þriggja efstu liða. Það er einna helst skilvirkni Keflavíkur í sókn sem skarar fram úr og veitir liðinu forskot.. Grindavík og Snæfell eru bestu varnarliðin en Grindavík er þó með örlítið lægri nýtingu andstæðinga á sóknum.
 
Af leikmönnum er það Lele Hardy sem enn og aftur er að eiga stórkostlegt tímabil tölfræðilega en nú með nýju liði. 
 
 
Hér að neðan má sjá greiningu á liðum Dominosdeildar kvenna eftir Four Factors aðferð að loknum 7 umferðum.  Þá eru teknir saman fjórir þættir sem taldir eru hafa hvað mest áhrif á leik liða í sókn og vörn, en þeir eru virk skotnýting (eFG%), hlutfall tapaðra bolta (TOV%), hlutfall sóknarfrákasta (ORB%) og að lokum hlutfall skoraðra víta á móti skottilraunum utan að velli (FT/FGA). Í sókn eru þetta gildi fyrir liðið sjálft en í vörn eru þetta gildi fyrir andstæðinga liðanna. Hægra meginn við hvern þátt kemur fram í hvaða sæti liðið lendir meðal hinna liðanna í hverjum þætti.
 
 
 
Á myndinni hér að neðan má sjá vegið meðaltal þessarra þátta í sókn (S) og vörn (V), þ.e. vegið meðaltal á sætaskipan liðanna í hverjum þætti. Skotnýtingin (eFG%) fær mesta vigt eða 40%, tapaðir boltar (TOV%) 25%, sóknarfráköstin (ORB%) 20% og að lokum hlutfall víta og skottilrauna (FT/FGA) 15%. Jafnt meðaltal þessara tveggja vegnu meðaltala sýnir svo “Alls” dálkinn. Lægstu gildin í S, V og Alls dálkunum sýna bestu liðin í sókn, vörn og í heildina. ORgt er Offensive Rating og táknar skoruð stig per 100 sóknir og DRgt er Defensive Rating og táknar skoruð stig andstæðinga per 100 sóknir. Pace er meðaltal sókna liðs og andstæðings í leik og táknar leikhraðann sem liðin spila á. OffFloor% og DefFloor% meta skilvirkni sókna og varna. Floor% sýnir hlutfall sókna þar sem skorað er a.m.k. eitt stig á móti öllum sóknum. Hlutfall sem sýnir nýtingu liða á þeim sóknum sem spilaðar eru. Hátt gildi í OffFloor% er jákvætt en lágt gildi í DefFloor% er jákvætt.  Liðunum á þessari mynd og myndinni að ofan er raðað upp eftir gildum í “Alls” dálkinum.
 
 
Á myndinni hér að neðan sést dreifing stigaskors og skotval liðanna og andstæðinga þeirra. Með þessu er hægt að sjá áherslur liða í sókn og vörn. Hverjir skjóta meira en aðrir fyrir utan þriggja stiga línuna og hverjir gefa þau skot eftir, hverjir sækja hæst hlutfall stiga sinna af vítalínunni, o.s.frv. Liðum er raðað upp eftir stafrófsröð.
 
 
Hér að neðan má sjá 20 efstu leikmenn Dominosdeildar kvenna í PER (Player Efficiency Rating). Lágmark allra tölfræðiliða miðast við að leikmaður hafi spilað a.m.k. 85 mínútur í heildina sem er rúmlega 30% af þeim leiktíma sem nú er uppsafnaður. Skýringar á merkingu tölfræðiliðanna má sjá neðst á síðunni.
 
 
Sama tafla nema með einungis 10 bestu íslensku leikmönnunum.
 
 
 
MPG – Meðaltal mínútna spilaðra í leik.
 
PPG – Meðaltal stiga skoraðra í leik.
 
FPG – Meðaltal framlags í leik.
 
AST% – Áætlað hlutfall skoraðra karfa utan að velli sem leikmenn liðs skoruðu eftir stoðsendingu leikmanns á meðan hann var inni á vellinum.
 
A/TO – Hlutfall stoðsendinga leikmanns á móti töpuðum boltum.
 
BLK% – Áætlað hlutfall skota andstæðings sem leikmaður varði á meðan hann var inni á vellinum.
 
DRB% – Áætlað hlutfall mögulegra varnarfrákasta sem leikmaður tók á meðan hann var inni á vellinum.
 
eFG% (Effective Field Goal Percentage) – Mælikvarði á skotnýtingu sem leiðréttir fyrir þeirri staðreynd að þriggja stiga karfa er einu stigi verðmætari en tveggja stiga. T.d. ef annars vegar leikmaður A skorar 4 körfum í 10 tilraunum og þar af voru 2 utan þriggja stiga línunnar og hins vegar leikmaður B sem skorar 5 körfur í 10 tilraunum og engin þriggja stiga. Báðir leikmenn skora 10 stig og virk skotnýting þeirra því sú sama eða 50%.
 
ORB% – Áætlað hlutfall mögulegra sóknarfrákasta sem leikmaður tók á meðan hann var inni á vellinum.
 
PER – Player Efficiency Rating er gildi sem mælir skilvirkni og frammistöðu leikmanna og var sett saman af John Hollinger sem lengi skrifaði fyrir ESPN en er nú framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies. PER tekur saman það jákvæða og dregur frá það neikvæða í frammistöðu leikmanns og skilar mati henni með tillit til leiktíma.
 
STL% – Áætlað hlutfall sókna andstæðings þar sem leikmaður stal boltanum af honum.
 
TOV% – Áætlað hlutfall tapaðra bolta í 100 sóknum. 
 
TRB% – Áætlað hlutfall allra mögulegra frákasta sem leikmaður tók á meðan hann var inni á vellinum.
 
Usg% – Áætlað hlutfall sókna sem voru nýttar af leikmanni á meðan hann var inni á vellinum. Gefur vísbendingu um þátttöku leikmanns í sóknarleik liðsins.
Fréttir
- Auglýsing -