spot_img
HomeFréttirDomino´s-deild karla hefst í kvöld!

Domino´s-deild karla hefst í kvöld!

Domino´s-deild karla rúllar af stað í kvöld. Athyglisverð úrslit áttu sér stað í Domino´s-deild kvenna í gærkvöldi þegar fyrsta umferðin fer fram og hörku leikir í boði í kvöld en báðir leikirnir í Domino´s-deild karla sem fram fara þetta kvöldið hefjast kl. 18:00.

ÍR tekur á móti Snæfell í Hertz-hellinum í Breiðholti og þá mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni í Grindavík.

Þá hefst keppni einnig í 1. deild karla þegar FSu tekur á móti ÍA í Iðu á Selfossi og Breiðablik fær þann heiður að spila fyrsta Íslandsmótsleikinn gegn Vestra sem flestir kannast við sem áðurnefnt lið KFÍ. Báðir leikirnir í 1. deild karla hefjast kl. 19:15.

Allir leikir dagsins

Fréttir
- Auglýsing -