Þá er komið að því, keppni í Domino´s deild karla hefst í kvöld og eru þrír leikir á dagskránni. Einnig hefst keppni í 1. deild karla og keppnin í Domino´s deild kvenna hófst í gærkvöldi. Þetta er sem sagt brostið á gott fólk, góða skemmtun!
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
19:15 Grindavík – KR (beint á Stöð 2 Sport)
19:15 ÍR – Skallagrímur
19:15 Stjarnan – Keflavík
1. deild karla
19:15 Hamar – ÍA
Íslandsmeistarar Grindavíkur byrja sem sagt á heimavelli þegar KR kemur í heimsókn og Stöð 2 Sport verður á staðnum með leikinn í beinni. ÍR og Skallagrímur mætast í Hertz-Hellinum í Breiðholti og silfurlið síðasta tímabils, Stjarnan, fær sjóðheita Keflvíkinga í heimsókn.



