spot_img
HomeFréttirDomino´s deild karla byrjar aftur í kvöld

Domino´s deild karla byrjar aftur í kvöld

Keppni í Domino´s deild karla hefst að nýju í kvöld eftir bikarhlé og eru fjórir leikir á dagskránni sem allir hefjast kl. 19:15. Þá er einn leikur í 1. deild karla og er hann einnig á hinum herrans tíma 19:15. Topplið KR freistar þess að rétta úr kútnum eftir helgina þegar Skallagrímur mætir í DHL-Höllina og ljóst er að Pavel Ermolinskij verður ekki með röndóttum í kvöld sökum þeirra meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum.
 
 
Eins og gefur að skilja er farið að síga á seinni hlutann í deildarkeppninni, línur eru eitthvað teknar að skýrast og má gera ráð fyrir að bæði ÍR og Skallagrímur selji sig dýrum dómum þetta kvöldið enda liðin í óðaönn að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild.
 
Viðureign Njarðvíkinga og Hauka verður svo sýnd í beinni á netinu á SportTV.
 
Leikir kvöldsins
 
Domino´s deild karla, 19:15
 
Tindastóll – Grindavík
ÍR – Snæfell
Njarðvík – Haukar
KR – Skallagrímur
 
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 16/2 32
2. Tindastóll 14/4 28
3. Stjarnan 11/7 22
4. Njarðvík 11/7 22
5. Haukar 10/8 20
6. Þór Þ. 9/9 18
7. Grindavík 9/9 18
8. Snæfell 8/10 16
9. Keflavík 8/10 16
10. ÍR 4/14 8
11. Fjölnir 4/14 8
12. Skallagrímur 4/14 8
 
1. deild karla, 19:15
 
FSu – Breiðablik
  
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 15/3 30
2. Hamar 11/6 22
3. FSu 11/6 22
4. ÍA 10/6 20
5. Valur 9/7 18
6. Breiðablik 6/11 12
7. KFÍ 4/13 8
8. Þór Ak. 1/15 2
 
Mynd/ [email protected] – Sigtryggur og Skallagrímsmenn spreyta sig gegn toppliði KR í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -