spot_img
HomeFréttirDómaraþing fór fram á dögunum

Dómaraþing fór fram á dögunum

13:06

{mosimage}

Eggert Aðalsteinsson er nýr gjaldkeri KKDÍ 

Dómaraþing KKDÍ fór fram þann 14. júní síðastliðinn og þar bar hæst að Helgi Bragason, sem verið hefur gjaldkeri félagsins frá því það var endurreist haustið 1997, sóttist ekki eftir endurkjöri.

Eggert Þór Aðalsteinsson kom inn í hans stað og hefur stjórnin þegar skipt með sér verkum.

Kristinn Óskarsson var endurkjörinn til eins árs og er áfram formaður félagsins.
Eggert Þór Aðalsteinsson var kjörinn til tveggja ára og er nýskipaður gjaldkeri.
Lárus Ingi Magnússon á eftir eitt ár af sínu kjörtímabili og er áfram ritari félagsins.

Konráð J. Brynjarsson og Davíð K. Hreiðarsson voru kjörnir varamenn til eins árs.

Rögnvaldur Hreiðarsson og Björn Leósson voru kjörnir skoðunarmenn reikninga til eins árs.

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum félagsins og verður frá þeim greint á næstunni.

 

www.kkdi.is

 

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -