spot_img
HomeFréttirDómarar og heiðursgestir á karla- og kvennaleikjunum

Dómarar og heiðursgestir á karla- og kvennaleikjunum

17:00 

{mosimage}

(Mikið mun mæða á Björgvini Rúnarssyni í kvennaleiknum á morgun) 

Leikur Hamars/Selfoss og ÍR hefst klukkan 16 á morgun laugardag í Laugardalshöll í úrslitaleik Lýsingarbikarsins. Dómarar á karlaleiknum verða Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson. Eftirlitsdómari verður Pétur Hrafn Sigurðsson. 

 

Heiðursgestir frá ÍR verða Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri og Þorsteinn Hallgrímsson fyrrum leikmaður ÍR og leikmaður í liði aldarinnar. 

Heiðursgestir frá Hamri/Selfoss verða Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Guðríður Aadnegård formaður íþróttafélagsins Hamars.

Dómarar í leik Hauka og Keflavíkur í kvennaflokki verða þeir Björgvin Rúnarsson og Erlingur Snær Erlingsson. Eftirlitsdómari verður Gunnar Freyr Steinsson. 

Heiðursgestir liðanna verða Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og frú fyrir Keflavík. Fyrir Hauka verða þeir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri sölusviðs Actavis í Mið- og Austur Evrópu og Asíu.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -