spot_img
HomeFréttirDómarar leggja fram kæru á hendur Agnari

Dómarar leggja fram kæru á hendur Agnari

20:52 

{mosimage}

 

(Davíð og Sigmundur ræða saman í leiknum í gærkvöldi) 

Þeir Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Hreiðarsson, körfuknattleiksdómarar, hafa lagt fram kærur á hendur Agnari Mar Gunnarssyni, aðstoðarþjálfara Keflavíkurkvenna, til aganefndar Körfuknattleikssambands Íslands fyrir að gefa Helenu Sverrisdóttur olnbogaskot í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað eftir að leik Hauka og Keflavíkur lauk eins og Víkurfréttir hafa þegar greint frá í dag.

 

Á sjónvarpsupptöku sem sýnd var í tíufréttum RÚV í gærkvöldi og aftur í kvöldfréttum í kvöld er atvikið sýnt en þar sést einnig að annar dómara leiksins er staddur mjög nálægt bæði Agnari og Helenu þegar atvikið á sér stað en grípur ekki til aðgerða.

 

Agnar hefur beðist afsökunar á framferði sínu í þessu máli og Körfuknattleiksdeild Hauka gaf það út í dag að þeir myndu ekki kæra atvikið. Málið mun fara fyrir aganefnd KKÍ á næstu dögum og þá kemur í ljós hver refsing Agnars verður.

 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -