spot_img
HomeFréttirDómarar í NBA fá borgað fyrir að glápa á sjónvarpið

Dómarar í NBA fá borgað fyrir að glápa á sjónvarpið

09:26 

{mosimage}

Forráðamenn NBA-deildarinnar í körfuknattleik hafa ákveðið að dómarar geti notað sjónvarpsupptökur til þess að úrskurða um vafaatriði í leikjum deildarinnar. Fram til þessa hafa dómarar aðeins fengið að skoða vafaatriði þegar skot hafa farið ofaní körfuna á lokasekúndum í leikhlutunum fjórum. Á næsta keppnistímabili fá dómarar leyfi til þess að skoða myndbandsupptökur af óíþróttamannslegum brotum og öðrum atvikum þar sem að leikmenn lenda í áflogum eða skiptast á vel völdum orðum og látbragði. 

Dómarar í NBA-deildinni eru atvinnumenn og fá þeir vel greitt fyrir vinnu sína. NBA-deildin hefur staðið í ströngu í sumar vegna dómsmáls þar sem einn þekktasti dómari deildarinnar var staðinn að því að veðja háum fjárhæðum á leiki sem hann dæmdi sjálfur.

 

 

www.mbl.is greinir frá

Fréttir
- Auglýsing -