spot_img
HomeFréttirDómarar bikarúrslitaleikjanna

Dómarar bikarúrslitaleikjanna

Poweradebikarúrslitin fara fram í Laugardalshöll næsta laugardag. Nú er komið á hreint hverjir dæma muni leikina. Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson dæma bikarúrslitaleik Keflavíkur og Vals í kvennaflokki.
 
Sigmundur Már hefur áður dæmt þrjá bikarúrslitaleiki kvenna og er einn reyndasti og fremsti dómari þjóðarinnar. Sigmundur hefur einnig dæmt sex bikarúrslitaleiki karla og er samtals að mæta í Laugardalshöll í tíunda sinn til að dæma bikarúrslitaleik. Davíð Tómas er að dæma sinn fyrsta bikarúrslitaleik í meistaraflokki. Eftirlitsmaður á kennaleiknum verður Rúnar Birgir Gíslason.
 
Í bikarúrslitaleik karla eru það Björgvin Rúnarsson og Jón Guðmundsson sem halda munu utan um stjórnartaumana. Björgvin dæmir sinn áttunda bikarúrslitaleik og þann þriðja í karlaflokki. Þegar Björgvin dæmdi sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 16 áraum var meðdómari hans í þeim leik Sigmundur Már Herbertsson. Jón Guðmundsson er svo að dæma sinn annan bikarúrslitaleik í karlaflokki en Jón var valinn besti dómari úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Eftirlitsmaður á karlaleiknum verður Pétur Hrafn Sigurðsson.

Ljósmynd/ SÖA

  
 
Fréttir
- Auglýsing -