spot_img
HomeFréttirDómaranefnd kærir til aga- og úrskurðarnefndar

Dómaranefnd kærir til aga- og úrskurðarnefndar

Karfan.is hefur nú fengið staðfest að dómaranefnd KKÍ muni kæra brot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Ragna fékk í gærkvöldi dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir olnbogaskot í viðureign Vals og Snæfells en dómaranefnd hefur nú ákveðið að kæra. Þetta mun því verða í fyrsta sinn sem þessi réttur dómaranefndar er nýttur en hann var samþykktur á síðasta körfuknattleiksþingi KKÍ, þ.e. að dómaranefnd hafi heimild til að kæra mál inn á borð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins.
 
 
Karfan.is sendi dómaranefnd KKÍ fyrirspurn vegna málsins og staðfesti formaður hennar, Rúnar Birgir Gíslason, að kæra hefði verið send inn:
 
„Dómaranefnd hefur nú þegar kært atvikið til aga og úrskurðarnefndar. Eins og þú segir þá er það nýtilkomið að dómaranefnd hafi heimild til að kæra, var sett í reglugerð á þingi KKÍ í vor. Það voru því engin fordæmi og nefndin ákvað að sofa á málinu í nótt eftir að hafa séð atvikið í gær. Nú í morgun var svo send inn kæra sem aga- og úrskurðarnefnd mun svo taka fyrir,“ sagði Rúnar.
 
Málið er því komið inn á borð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og niðurstöðu í málinu að vænta úr þeim ranni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -