spot_img
HomeFréttirDjordo Djordic til Skallagríms

Djordo Djordic til Skallagríms

09:09
{mosimage}

(Pálmi Sævarsson hefur framlengt við Skallana og Djordic er væntanlegur til Íslands næstu daga)

Skallagrímsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla en hinn serbneski Djordjo Djordic hefur gengið til liðs við Borgnesing. Djordic lék í Rúmeníu á síðustu leiktíð þar sem hann gerði um 20 stig í leik og tók 8 fráköst.

Þá hefur fyrirliði liðsins Pálmi Sævarsson samið að nýju við Borgnesinga sem og þeir Áskell Jónsson, Þráinn Ásbjörnsson, Ómar Helgason og Skagamaðurinn Sigurður Rúnar Sigurðsson.

Hafsteinn Þórisson formaður KKD Skallagríms sagði í samtali við Karfan.is að stefnan væri að Djordic og Eric Bell yrðu einu atvinnumenn liðsins í vetur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -