spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaDjassi í stað O´Dwyer í Grafarvoginum

Djassi í stað O´Dwyer í Grafarvoginum

Dominos deildar lið Fjölnis kvenna hefur sagt upp samningi sínum við Fiona O´Dwyer og mun hún því ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili. Samkvæmt félaginu mun það hafa verið að ósk leikmannsins sem að samningum var sagt upp. O´Dwyer lék aðeins einn leik fyrir Fjölni á tímabilinu, skilaði þeim 20 stigum og 16 fráköstum í sigurleik gegn Snæfell í lok september.

Í stað hennar hefur félagið gengið frá samning við framherjann Sara Djassi um að leika með liðinu. Djassi er 180cm portúgali sem lék á Englandi á síðasta tímabili. Þar skilaði hún 15 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 stolnum boltum í leik. Áðu hefur hún einnig leikið í heimalandinu, þar sem hún meðal annars var valin verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018.

Fréttir
- Auglýsing -