spot_img
HomeFréttirDita Liepkalne til liðs við Njarðvíkinga

Dita Liepkalne til liðs við Njarðvíkinga

 
Njarðvíkurkonur hafa fengið liðsstyrk að utan en lettneski leikmaðurinn Dita Liepkalne frá Lettalandi mun klæðast grænu þetta tímabilið. Liepkalne er nýútskrifuð frá Hawaai háskólanum í Bandaríkjunum og var einnig í námi þar í landi í miðskóla. 
Með háskólaliði Hawaai skilaði Liepkalne stöðu framherja sem hún mun nánast örugglega gera hjá Njarðvíkingum ef ekki beint undir körfuna í miðherjastöðuna.
 
Liepkalne er lettneskur landsliðsmaður sem á leiki að baki með U 16, 18 og 20 ára liðum landsins.
 
Mynd/ Dita Liepkalne
 
Fréttir
- Auglýsing -