spot_img
HomeFréttirDirk svarar fyrir júnímánuð

Dirk svarar fyrir júnímánuð

Ein stærsta spurningin í sbv. Evrópukeppnina í sumar er hvort sjálfur Dirk Nowitzki verði með Þýskalandi eða ekki þetta sumarið. Dallashetjan þýska er 37 ára gömul í næsta mánuði en hann sagði við fibaeurope.com að hann vissi ekki alveg hvað sumarið hefði í för með sér.

„Ég hef ekki gert upp hug minn hvort ég verði með á EM eða ekki," sagði Dirk en Ísland og Þýskaland leika einmitt opnunarleik riðilsins í Berlín þann 5. september næstkomandi. 

Dirk lét af störfum með þýska landsliðinu 33 ára gamall en síðastliðið haust opnaði hann á möguleikann á því að vera með Þjóðverjum á EM enda mótshluti Þjóðverja í Berlín og freistandi að leika fyrir framan sitt fólk. Dirk kvaðst þó síðasta haust ekkert getað staðfest.

Dirk og Dallas féllu út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni þetta tímabilið er liðið lá 4-1 gegn Houston en Dirk var með 17,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu og er orðinn sjöundi stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi. 

Fréttir
- Auglýsing -