spot_img
HomeFréttirDimitar: Hlutirnir fara bráðlega að smella saman

Dimitar: Hlutirnir fara bráðlega að smella saman

11:31

{mosimage}

 

(Dimitar Karadzovski) 

 

Grindvíkingar vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar Dimitar Karadzovski raðaði niður sex þristum í andlitði á þeim. Dimitar gerði 24 stig fyrir Stjörnuna í gærkvöldi en á lokamínútunni máttu nýliðarnir sætta sig við að sjá leikinn renna sér úr greipum.

 

,,Við töpuðum leiknum á aðeins einni mínútu og þessi leikur á að vera góð lexía fyrir okkur inn í næsta leik. Við erum með gott lið sem berst vel og getum vel lært af þessum leik,” sagði Dimitar í leikslok í gærkvöldi.

 

,,Stjarnan er skipulagt lið og ég vona að við förum að standa okkur betur í næstu leikjum. Við vitum vel að við erum nýliðar en við höfum lagt á okkur mikla vinnu, hófum undirbúningstímabilið snemma og erum samheldinn hópur. Staðan í deildinni er bara þannig að það geta allir unnið alla, svona er þetta bara. Hlutirnir fara þó bráðlega að smella saman hjá okkur,” sagði Dimitar við Karfan.is í gær og ljóst að honum fannst það meira en lítið súrt í broti að tapa leiknum.

 

[email protected]

 

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -