spot_img
HomeFréttirDiaw tekur við af Tony Parker

Diaw tekur við af Tony Parker

Nú þegar HM nálgast í Tyrklandi eru liðin að slípa sig saman. Boris Diaw verður fyrirliði franska liðsins en þjálfari liðsins tilkynnti það þegar liðið hóf undirbúning sinn af krafti á dögunum. Þessi fjölhæfi leikmaður Charlotte Bobcats tekur við fyrirliðabandinu af Tony Parker sem verður ekki með Frökkum í Tyrklandi.
Vincent Collet, þjálfari franska liðsins, sagði að val sitt á Diaw væri rökrétt og Florent Pietrus verður varafyrirliði.
 
Það kemur kannski á óvart að þeir félagar leiða liðið enda reynslumestu leikmenn liðsins.
 
Frakkar eru í D-riðli með Kanada, Líbanon, Litháen, Nýja Sjálandi og Spáni.
 
 
Mynd: Boris Diaw fær þann heiður að leiða lið Frakka í Tyrklandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -