spot_img
HomeFréttirDiamond Ball kvenna: Veislan heldur áfram á Eurosport tvö

Diamond Ball kvenna: Veislan heldur áfram á Eurosport tvö

6:00

{mosimage}

FIBA Diamond Ball kvenna byrjar í dag í Haining í Kína. Þetta mót er sambland af upphitunarmóti fyrir Ólympíuleikunum og álfukeppni.

FIBA Diamond Ball kvenna byrjar á laugardaginn í Haining í Kína. Þetta mót er sambland af upphitunarmóti fyrir Ólympíuleikunum og álfukeppni.

Þetta mót hefur verið haldið einu sinni áður og var það í Grikklandi árið 2004. Ástralía sigraði á því móti og Kína lenti í öðru sæti.

Sex lið taka þátt í mótinu og eru þau í tveimur riðlum. Í a-riðli eru: Malí, Ástralía og Kína. Í b-riðli eru: Rússland, BNA og Lettland. Riðlakeppnin stendur yfir daganna 2.-4. ágúst og 5. ágúst verður leikið um sæti. Öll þessi lönd verða á Ólympíuleikunum í körfu.

Hin ágæta sjónvarpsstöð Eurosport tvö munu sýna alla leikina beint á góðum sjónvarpstíma og sumir eru endursýndir. Fyrri leikurinn á laugardaginn er á milli Rússa og Letta. Sá seinni er á milli Kína og Malí. Dagskrá stöðvarinnar má finna með því að skoða http://skjarinn.is/heimur/dagskra/epn/2008/7/29/

 

Upplýsingar um mótið má finna á www.haining2008.fiba.com/

 {mosimage} Lauren E. Jackson (#15) er ein besta körfuknattleikskona heimsins Mynd tekin af vef  FIBA.com

Fréttir
- Auglýsing -