spot_img
HomeFréttirDiamber Johnson samdi við Keflavík

Diamber Johnson samdi við Keflavík

Diamber Johnson var ekki lengi að finna sér nýtt lið í Dominos-deild kvenna eftir að hún var látin fara frá Hamar í vikunni. Á umboðssíðu leikmannsins kemur fram að hún hafi samið við Íslandsmeistaralið Keflavíkur. Vísir.is greinir frá.
 
 
Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfestir samninginn við Diamber Johnson en segir að Porsche Landry sé enn leikmaður Keflavíkur. Keflavík mætir Haukum í undanúrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið.
 
„Ekkert hefur verið ákveðið með Porsche og eins og staðan er í dag er hún leikmaður Keflavíkur. Okkur bauðst hins vegar að bæta Diamber við hópinn og þar sem glugginn lokar i dag var ákveðið að semja við hana og taka ákvörðun með framhaldið í næsta mánuði,” sagði Falur í samtali við Vísi.
 
Fréttir
- Auglýsing -