spot_img
HomeFréttirDi Nunno með KR næstu tvö árin

Di Nunno með KR næstu tvö árin

KR hefur samkvæmt frétt vefmiðilsins MBL gengið frá tveggja ára samning við bakvörðinn Mike Di Nunno. Er leikmaðurinn bandarískur, en einnig með ítalskt vegabréf, svo að hann leikur sem evrópskur í Dominos deildinni.

Di Nunno var hluti af Íslandsmeistaraliði KR á þar síðasta tímabili, 2018-19, en þá setti hann 16 stig og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali í 21 leik fyrir félagið.

Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari fór Di Nunno í aðra deild á Spáni, þar sem hann lék fyrir Leyma Coruna, en hann hafði snemma á þessu ári samið á nýjan leik við KR. Ekkert var þó af því að hann léki fyrir félagið á þessu tímabili, þar sem því var aflýst vegna Covid-19.

Fréttir
- Auglýsing -