spot_img
HomeFréttirDHL-Höllin skemmtilegasti heimavöllurinn í úrvalsdeild karla

DHL-Höllin skemmtilegasti heimavöllurinn í úrvalsdeild karla

 
Síðustu daga hefur staðið hjá okkur könnun þar sem við spurðum lesendur hvaða heimavöllur þeir töldu að væri sá skemmtilegasti í úrvalsdeild karla. Að þessu sinni voru það KR-ingar með DHL-Höllina sína sem fengu flest atkvæði en tæplega 1000 manns tóku þátt í könnuninni.
Spurt var: Hver er skemmtilegasti heimavöllurinn í úrvalsdeild karla?
 
Svörin skiptust svo:
 
DHL-Höllin: KR 16%
Stykkishólmur: Snæfell 12%
Toyota-höllin: Keflavík 12%
Ljónagryfjan: Njarðvík 10%
Síkið: Tindastóll 9%
Þorlákshöfn: Þór 9%
Röstin: Grindavík 8%
Dalhús: Fjölnir 6%
Ásgarður: Stjarnan 6%
Seljaskóli: ÍR 5%
Ásvellir: Haukar 4%
Vodafonehöllin: Valur 3%
 
Nú er komin inn ný könnun og þá spyrjum við hver sé skemmtilegasti heimavöllurinn í úrvalsdeild kvenna?
Fréttir
- Auglýsing -