spot_img
HomeFréttirDevin Booker með sjötíu stig í tapi gegn Boston

Devin Booker með sjötíu stig í tapi gegn Boston

Hinn 20 ára gamli Devin Booker náði ótrúlegu afreki í gær þegar hann  var með 71 stig í einum leik fyrir Pheonix Suns. Það dugði þó skammt þar sem liðið tapaði leiknum gegn Boston. Þetta tókst honum þrátt fyrir að skora aðeins fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. 

 

Þetta var ekki eingöngu hans mesti stigafjöldi í einum leik heldur einnig mesta sem leikmaður Phoenix hefur sett í leik. Hann er einnig sjöundi leikmaðurinn sem nær yfir 70 stig í leik í sögu NBA. Síðasti leikmaður sem náði því var Kobe Bryant árið 2006 sem setti 81 stig í leik gegn Toronto. Það er því ekki amalegur félagsskapur sem þessi spennandi leikmaður er kominn í. 

 

Öll stig Bookers má sjá í þessu myndbandi:

 

Öll úrslit gærkvöldsins: 

 

Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets

Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons

Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets

Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers

Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns

Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks

Golden State Warriors 114-100 Sacramento Kings

Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans

Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers

Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves
 

Hér að neðan eru helstu tilþrif gærkvöldsins: 

Fréttir
- Auglýsing -