spot_img
HomeFréttirDetroit Pistons - Byggir Van Gundy veggi í vetur?

Detroit Pistons – Byggir Van Gundy veggi í vetur?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

7. sæti – Washington Wizards

 

 

 

Detroit Pistons

 

Heimavöllur: Palace of Auburn Hills

Þjálfari: Stan Van Gundy

 

Helstu komur: BOBAN, Ish Smith

Helstu brottfarir: Jodie Meeks, Anthony Tolliver

 

Pistons breyttu ekki miklu í sumar, og stærsta ástæða þess að þeir eru ekki ekki enn ofar er að Reggie Jackson missir af fyrsta mánuði tímabilsins hið minnsta, sem þýðir alltof margar mínútur fyrir Ish Smith. Boban er mættur og hann og Aaron Baynes verða flottir af bekknum.

 

Þeirra styrkleikar eru sterkt byrjunarlið sem hefur spilað saman, Andre Drummond er einn besti miðherji deildarinnar og Stan Van Gundy veit hvað hann syngur, sér í lagi þegar að kemur að því að byggja veggi. Veikleikar liðsins felast í skorti á stórstjörnu sem getur tekið af skarið sóknarlega og þeirri staðreynd að þó að SVG sé búinn að finna leikmenn sem passa í 4-out kerfið hans þá eru fáar stórskyttur í þessu Pistons liði. Stanley Johnson gæti sprungið út í vetur, hann er líka mikill rusltalari, svo mikill að hann reyndi að koma LeBron úr jafnvægi í fyrra, serían fór 4-0. Mikil áhrif þar.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Ish Smith
SG – Kentavius Caldwell-Pope
SF – Marcus Morris
PF – Tobias Harris
C – Andre Drummond

 

Gamlinginn: Enginn kominn yfir þrítugt.

Fylgstu með: Boban Marjanovic er algert fan favorite og stórskemmtilegur leikmaður. Horfðu.

 

Spá: 46-36 – 6. Sæti

Fréttir
- Auglýsing -